Leita í fréttum mbl.is

Fæst orð bera minnsta ábyrgð

Orðatiltækið um að fæst orð beri minnsta ábyrgð hefur verið mér ofarlega í huga undanfarna daga. Vissulega hef ég, rétt eins og aðrir, hugsað og sagt ýmislegt um það ástand sem nú er uppi í þjóðfélaginu en þar sem ég er enginn sérfræðingur í málefnum dagsins þá hef ég talið rétt að blanda mér ekki í þá umræðu hér í bloggheimum. Kannski var það skynsamlegt af mér, kannski ekki.

Undanfarna daga og vikur reyndar hef ég reynt að svara spurningum vina minna um ástandið. Margir þeirra hafa velt því fyrir sér hvað ráðherrar Samfylkingarinnar eru að gera í stöðunni og því hvort þeir séu að gera nokkuð, svona yfirleitt. Það vefst ekki fyrir mér eitt andartak að ráðherrar Samfylkingarinnar í ríkisstjórn Íslands hafa dag og nótt undanfarna daga unnið að úrlausn eins viðamesta og vandasamasta verkefnis sem íslensk ríkisstjórn hefur staðið fyrir í a.m.k. 20 ef ekki 30 ár. Ég virði þann kost sem þau hafa tekið í stöðunni, að halda þjóðinni upplýstri með reglulegum blaðamannafundum þar sem staðan er gefin. Mál eins og þau sem nú eru uppi á borðum er ekki hægt að vinna fyrir opnum dyrum, jafnvel ekki fyrir framan upphróparana í Vinstri grænum.

Hitt er svo annað að þolinmæði mín er ekki endalaus. Ég vil gjarnan sjá og heyra af því hvað ráðherrar úr mínum flokki hafa verið að vinna að á undangengnum vikum. Í dag er tilefni til fumlausra ákvarðana sem þó þarf að vinna í nokkrum flýti. Menn verða að standa og falla með þeim.

Eftir frægan Kastljósþátt með seðlabankastjóra hefðu ráðherrar Samfylkingarinnar, að mínu mati, átt að standa upp og krefjast afsagnar bankastjórans. Það var ekki gert. Ég hélt í fyrstu að þeir hefðu góða ástæðu fyrir því s.s. að von væri á rússaláni eins og bankastjórinn lofaði í umræddu viðtali. Það var hins vegar bull eins og svo margt annað sem frá skáldinu kemur og eftir því sem tíminn hefur liðið fæ ég ekki séð hvaða ástæða er að baki áframhaldandi setu hans í stóli formanns bankastjórnar Seðlabankans. Ríkisstjórnin hefur sett formenn bankastjórna þriggja banka af á undangengnum vikum, ríkisstjórnina munar ekkert um að setja a.m.k. einn þeirra af til viðbótar.

Hér í bloggheimum hafa skjaldsveinar Sjálfstæðisflokksins gengið fram með offorsi gegn hverjum þeim sem vogað hefur sér að hallmæla þeirra óskoraða leiðtoga. Gott og vel og verði þeim að góðu. En athöfn eins og sú sem seðlabankastjóri hafi frammi í Kastljósi, þrátt fyrir að hafa verið pent beðinn um það af varaformanni Sjálfstæðisflokksins um að loka nú á sér þverrifunni, eru ófyrirgefanleg og verðskulda ekkert annað en brottrekstur og það í snarhasti. Mér sýnist að mínir menn í ríkisstjórn hafi ekki bein í nefinu til að losa sig við manninn og það veit sá sem allt veit að stuttbuxnaliðið úr Sjálfstæðisflokknum hefur það ekki heldur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jæja!Ekki er ég sérfræðingur frekar en þú í málefnum þessa ástands.Ég skynja hitann ,hægri,vinstri.Get ég verið "báðu megin" Nei,en það er gengið ansi harkalega fram í að gera allt sem seðlabankastjóri segir að tilefni til brottreksturs.Þó hafa komið skýringar á hversvegna hann viðraði þjóðstjórn í samræðum manna um þetta ástand.Ég þoli illa óréttlæti.Ég veit að ég get ekki frekar en aðrir verið með það alltaf á hreinu.  Dvíð Oddsson hefur verið sterkur leiðtogi lengst af,já já,ráðríkur hann ætlaði hérna um árið að loka fyrir vatn og rafmagn hjá okkur Kópavogsbúum,þegar hann var borgarstjóri.Minnir að tilefnið hafi verið að við samþykktum ekki lagningu hraðbrautar í Fossvogsdal.Hann kallaði ,Kópavog "þetta sérkennilega sveitafélag" Þá fékk ég aldeilis stríðni frá uppeldissystur minni"jæja góða nú ætlar Davíð að loka fyrir allt hjá ykkur",það er kanski eitthvað svona sem situr í mönnum valdníðsla getur það kallast. Ég verð að mæra Björgvin viðskipta ráðherra,gott að hlusta á hann,traustvekjandi,hann og Geir hafa v´ssulega staðið sig í þessum hremmingum,við eigum eftir að rannsaka þetta ferli seinna.Jón Ásgeir sagði í þætti INN í kvöld að það yrðu utanað komandi fólk að gera ég held að annað yrði ekki tekið í mál.

Helga Kristjánsdóttir, 21.10.2008 kl. 02:37

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Já, hvað er til ráða? Verst er að berlega er núverandi seðlabankastjóri ekki hæfasti einstaklingurinn til að sitja í þeim stóli núna þegar við förum í gegnum hagfræðilega lang vandasamasta verkefni sem íslenskt þjóðarbú hefur horfst í augu við. Hann virðist gera mistök í hverju skrefi og nýtur einskis trausts í umheiminum. Það væri sök sér ef við sjálf værum sannfærð um að hann væri hæfasti maður landsins til að stýra Seðlabanka.

Helgi Jóhann Hauksson, 21.10.2008 kl. 20:36

3 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæll félagi Helgi og mæl þú manna heilastur. Dómurinn um að núverandi seðlabankastjórn myndi gera álíka gagn og væru þeir stjörnuspekingar, eða hvernig sem það var nú orðað, segir allt sem segja þarf.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 21.10.2008 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband