Leita í fréttum mbl.is

Snillingurinn

Eilífðarstúdentinn Ómar Stefánsson birtir grein í Morgunblaðinu á miðvikudag þar sem hann fer ófögrum orðum um oddvita Samfylkingarinnar í Kópavogi, Guðríði Arnardóttur. Í greininni opinberar Ómar að hann á mikið ólært og á sjálfsagt eftir að sitja lengi enn á skólabekk áður en hann fær prófgráðu í greinaskrifum. Greinin er uppfull af vitleysu og rangfærslum. Mér dettur ekki í hug að halda að Ómar geri það af ráðnum hug, hann einfaldlega veit ekki betur.

Í greininni segir Ómar að Guðríður sé á móti nánast öllu. Ómar, líkt og guðfaðir hans bæjarstjórinn, trúir því nefnilega að ef einhver hefur eitthvað við stjórnsýslu þeirra félaga að athuga þá séu menn á móti. Ómar gerir sér enga grein fyrir því að rökræður um stjórnsýslu bæjarins fellur undir gagnrýna hugsun, endurskoðun og aðhald sem minnihlutaflokkum í bæjarstjórn ber skylda til að halda á lofti. Ómar er búinn að vera duglegur að læra undanfarin ár og guðfaðir hans bæjarstjórinn hefur verið duglegur að kenna drengnum. Ómar veit t.d. ekki alltaf í hvaða flokki hann er, svo samdauna er hann og hans skoðanir stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins, þar kemst ekki hnífur á milli.

Ómar heldur því fram að oddvita Samfylkingar sé illa við opna og gagnsæja stjórnsýslu. Því fer fjarri, Samfylkingin hefur einmitt barist fyrir því að stjórnsýslan verði opnar og gegnsærri en hún hefur verið, m.a. er það gert með því að allir flokkar komi að málum þegar setja á bæjarstjórn siðareglur. En Ómar og guðfaðir hans vilja það alls ekki, þessar reglur á að semja á lokaðri skrifstofu bæjarstjóra og vallarstjóra og þær síðan bornar undir bæjarstjórn þar sem þær verða samþykktar af meirihlutanum. Þeir eru jú í meirihluta! Þetta er það sem þeir félagar kalla opna og gagnsæja stjórnsýslu.

Svo klikkir Ómar út með því að segja að það sé ekkert „aðalatriðið í huga Guðríðar Arnardóttir [sic] og félaga hennar sé það að búa í haginn fyrir íbúa Kópavogs." Þetta er náttúrulega bara firra, þvæla og þaðan af verra. Það er eindregið markmið Guðríðar Arnardóttur og félaga hennar í Samfylkingunni að búa í haginn fyrir íbúa Kópavogs, sérstaklega þannig að þeir þurfi ekki stöðugt að vera í slag við bæjaryfirvöld um allt og ekki neitt.

Þegar Ómar er búinn í skólanum þá væri kannski ráð fyrir hann og í anda opinnar og gegnsærrar stjórnsýslu að taka saman hversu miklum fjármunum Kópavogsbær hefur eytt í málaferli gegn íbúum bæjarins vegna ýmissa mála þau 18 ár sem meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa farið með meirihlutavald í bæjarstjórn Kópavogs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

leit inn,  það er eldur í æðum, Hrífandi.

Helga Kristjánsdóttir, 13.9.2008 kl. 03:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband