Leita í fréttum mbl.is

Hverfagæsla einkafyrirtækja

Undanfarnar vikur hefur mikið verið rætt um þá ákvörðun meirihluta bæjarráðs Kópavogs að ráða einkaaðila til að sinna hverfagæslu í Kópavogi. Ekki eru allir á eitt sáttir við þá ákvörðun enda er það verkefni ríkisvaldsins að halda upp lögum og reglu um land allt, slíkt er enn sem komið er ekki á verksviði sveitarfélaga.

Seltjarnarnesbær reið á vaðið fyrir nokkrum árum og bætti hverfagæslu einkaaðila við þjónustu til sinna íbúa. Í sjálfu sér er allt gott um það að segja, íbúar Seltjarnarness eru tæplega 4.500 talsins og þeir búa allir á þeim 2 ferkílómetrum sem Seltjarnarnesbær nær til. Á fjárhagsáætlun Seltjarnarness ætlar bæjarstjórnin að veita 4,5 milljónum króna í verkefnið á árinu 2008.

Í fréttum hefur komið fram að Kópavogsbær áætlar að setja um 6-10 milljónir í verkefnið sem eigi að vera til reynslu til eins árs og að gert sé ráð fyrir að gæsla standi í tvo til sex tíma á dag. Gott og vel, sjálfsagt er þetta allt saman vel meint og í sjálfu sér gott að bæjarráð skuli með þessum hætti vilja stuðla að auknu öryggi íbúa bæjarins og eigna þeirra. Hitt vekur athygli að á meðan Seltjarnarnes, sem gjarnan hefur verið vísað til í þessu sambandi, veitir 4,5 milljónum á ári í verkefnið þá skuli Kópavogsbær aðeins veita í það 6-10 milljónum. Þó eru Kópavogsbúar rúmlega sex sinnum fleiri en Seltirningar og landsvæði Kópavogs fjörtíu sinnum stærra en Seltjarnarness eða 80 ferkílómetrar. Skyldi maður þá ekki ætla að ef meirihluta bæjarráðs væri fullkomin alvara með hverfagæslunni að í hana yrði sett það fjármagn sem dygði til að raunverulegt öryggi byggi þar að baki.

Seltirningar hafa nú verið með þetta verkefni í á þriðja ár. Þeir telja að 4,5 milljónir þurfi í verkefnið, sexföldun á þeirri tölu er nærri því að vera 30 milljónir en ekki 6-10 milljónir. Auk þess er landsvæði Kópavogs margfalt það sem er á Seltjarnarnesi svo eflaust þyrfti talan að vera mikið hærri ef vel ætti að vera.

Í mínum huga er ljóst að sýndarmennska fylgir þessari tillögu meirihluta bæjarráðs Kópavogs. Ef menn eru að tala í alvöru, þá þarf hugur að fylgja máli. Verkefnið eins og það stendur núna, þar sem eftirlitsbílar eiga að vera á ferli um bæinn 2-6 stundir á dag er ekki til þess fallið að auka öryggiskennd bæjarbúa. Það er sýndaröryggi og ekkert annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ó ef þú vissir,hve ég forðast pólitík í Kópavogi þar sem vinir í hverjum einasta flokki eru mér kærir,vildi samt kvitta hjá þér og veit þú lætur ekkert misjafnt yfir okkur ganga.

Helga Kristjánsdóttir, 22.7.2008 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband