Leita í fréttum mbl.is

Frakkland - Ísland 27. september 2008

 

Hafir þú áhuga á að koma á landsleikinn
Frakkland - Ísland í knattspyrnu kvenna er tækifærið núna!

Áhugafólk um knattspyrnu kvenna og góðan fótbolta er að mynda hóp til að fara til Frakklands á kvennalandsleik. Meðfylgjandi eru nánari upplýsingar um hvar leikurinn fer fram, ferðaáætlun og kort. Farið verður með áætlunarflugi snemma dags föstudaginn 26. september og komið heim um miðjan dag á sunnudeginum.

Gist verður á:
Hotel Mercure La Roche sur Yon
117, Boulevard Aristide Briand
85000 La Roche sur Yon

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni: http://www.accorhotels.com/accorhotels/fichehotel/gb/mer/1552/fiche_hotel.shtml

Hafir þú áhuga, þarf þú að senda tölvupóst á brynja@ibr.is og tilgreina nafn, kennitölu, símanúmer og netfang. Heildarverð er 67.000 kr., innifalið er flug, hótel með morgunverði og rúta. Það er verið að vinna í því að útvega aðgangsmiða á leikinn fyrir hópinn og skýrist það á næstu dögum.  Fljótlega þarf að senda kortanúmer fyrir flugmiðanum (41.500 kr) en þú færð sendan tölvupóst þegar að því kemur.          

Tilkynna þarf þátttöku helst fyrir kl. 14.00 föstudaginn 18. júlí.

FERÐAÁÆTLUN

Föstudagur 26. september

kl. 07.40          Flug frá Keflavík, FI542
kl. 13.05          Lent í París
kl. 14.00          Rúta til La Roche, með einu góðu stoppi
kl. 19.00          Komið á hótelið og kvöldið frjálst

Laugardagaur 27. september

Leikurinn

Þegar tímasetning liggur fyrir á leikinn er hægt að kanna hvort hægt sé að fara eitthvað fyrir hann með hópinn eða þá sem það vilja.

Eftir leik ræður kylfa kasti, en það er ágætur salur á hótelinu sem við getum fengið aðgang að.

Sunnudagur 28. september

kl. 07.00          Morgunverður
kl. 07.30          Brottför rútu til Parísar
kl. 12.00          Komið á flugvöllinn
kl. 14.15          Flug frá París, FI543
kl. 15.45          Lent í Keflavík


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Kemst því miður ekki , verð að vinna og það m.a.s. út á landi. Annars hefði ég verið til í að fara svona ferð. -  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 18.7.2008 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband