Leita í fréttum mbl.is

Komin heim í heiðardalinn

Mikið er gott að vera komin aftur heim eftir viku í heilsubælinu í Hveragerði. Var reyndar ekki í neinni sérstakri spa meðferð þar, engin leirböð eða nudd á hverjum degi heldur púl og puð við að halda utanum Norðurlandamót U16 kvenna. Mótið fór einstaklega vel fram og var okkur öllum til sóma, að ég tel. Vindur lék þó leiðinlega stórt hlutverk í leikjum þriðjudags og var sárt að geta ekki boðið gestum okkar uppá betra veðurfar en raun varð. En það blés jafnt á réttláta sem rangláta svo allir voru við sama borð.

Sunnlendingar tóku sannarlega vel á móti íslenska liðinu og gestaþjóðunum frá Danmörku, Noregi og Þýskalandi. Þrjár síðastnefndu þjóðirnar gistu á Hótel Selfossi og voru sérlega ánægð með þá þjónustu sem þau fengu þar. Íslenska liðið var á Hótel Örk í Hveragerði og naut þess að vera þar í hinu besta yfirlæti og rólegheitum. Sérstaklega átti það við á föstudag þegar stelpurnar áttu frídag, en þurftu þó að leysa þrautir sem lagðar voru fyrir þær. Meðal annars áttu þær að spæla egg - sem kostaði það að banka uppá í næsta húsi í bænum og fá lánaða pönnu og svo áttu þær að koma fararstjórninni á óvart. Þar kom Kjörís sterkt inn en sumar stelpurnar bönkuðu uppá í verksmiðjunni og voru leystar út með gjöfum handa öllum hópnum. Aðrar bönkuðu uppá hjá blómabóndum og fór fararstjórnin heim með dýrindis blóm er mótinu lauk. Kannski ísinn, blómin og eggin hafi hjálpað til því á laugardag léku stelpurnar síðasta leik sinn á mótinu og unnu þar sinn fyrsta og eina sigur, gegn Svíum.

Stelpurnar stóðu sig þó vel. Þær léku fantavel í sínum fyrsta leik, sem var gegn Dönum, þó hann tapaðist 0-1. Leikurinn gegn Þjóðverjum var einnig frábær, hann tapaðist þó 0-2 en Þjóðverjar unnu síðar mótið mjög svo sannfærandi. Þýska liðið lék eins og þýsk knattpsyrnulið gera gjarnan, var vel skipulagt frá öftustu línu til hinnar fremstu enda máttu Danir, Norðmenn og Frakkar (sem léku til úrslita) þola töp 8-0, 7-0 og 5-0 gegn þessu sterka liði. Því miður var leikur okkar stelpna gegn Norðmönnum ekki góður og tapaðist hann 6-2. Það var því sætt að ná að vinna Svía í leik um sæti 2-0!

En fyrst ég er farin að tala um fótbolta þá verð ég líka að monta mig af Spánverjum, Evrópumeisturunum, sem ég spáði sigri í upphafi júnímánuðar, þó það hafi ekki verið hér á blogginu. Ég mæti því í vinnuna hress og kát í fyrramálið og innleysi sigurlaunin mín í veðbankanum þar! ;-)

Ps. verð líka að benda á góða færslu á Samfó-Kóp þar sem sýnt er hvernig menn fara að því að einkavinavæða heilbrigðiskerfið! http://samfo-kop.blog.is/blog/samfo-kop/entry/581031/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Velkominn heim frá Heilsuhælinu, þú hefur þá verið hælisneytandi þessa vikuna en ekki hælisleitandi.

En til hamingju með U16 þær eru frábærar.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.7.2008 kl. 23:47

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Jú ætli þetta sé ekki bara rétt hjá þér, ég var hælisneytandi í Hveragerði. Hitt er líka rétt, U16 ára stelpurnar eru frábærar, Íslendingar geta verið stoltir af því að eiga svona frábærar knattspyrnukonur í handraðanum!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 6.7.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband