Leita í fréttum mbl.is

Áfram Ísland - alla leið!

Góðir Íslendingar,

laugardaginn 21. júní nk. stendur íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu frammi fyrir einni af þeim þrautum sem fyrir liðið er lagt á leið þess í úrslitakeppni EM sem fram fer í Finnlandi sumarið 2009. Íslensku stelpurnar hafa sett markið hátt og hafa frá því þessi undankeppni hófst ekki legið á þeirri skoðun sinni að þær ætli sér í úrslitakeppnina, fyrst íslenskra A-landsliða í knattspyrnu.

Síðasta sumar var sett glæsilegt aðsóknarmet þegar Serbar komu í heimsókn í Laugardalinn. Nú er komið að því að slá það met þegar Slóvenar mæta í dalinn á laugardag kl. 14:00. Stúkurnar á Laugardalsvelli taka 9.800 manns í sæti. Þau sæti þurfum við að fylla ef við ætlum okkur að ná því takmarki sem stelpurnar og við öll höfum sett okkur. Þinnar nærveru er ekki aðeins óskað hennar er krafist. Ekki láta þitt eftir liggja, taktu þátt í að láta íslenska drauminn rætast. Mættu á völlinn og stattu með stelpunum okkar á vegferð þeirra til Finnlands 2009.

Áfram Ísland - allir með!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eins og ég sagði þér í gær í viðbættri athugasemd,mætum við mæðgur allavega og fleiri sem ég hvet og rek á völlinn hvernig er með kvennalistann gamla syngjandi "áfram stelpur". Helga

Helga Kristjánsdóttir, 19.6.2008 kl. 00:35

2 identicon

Sæl mín kæra,

vona svo sannarlega að metið verði slegið og að stelpurnar vinni góðan sigur. Ég kemst því miður ekki þar sem ég verð upp í Skaga alla helgina með næstu stórstjörnur Breiðabliks  Sendi mína bestu strauma.

Áfram Ísland, kv.Fífí klein

SIGFRÍÐUR SOPHUSDÓTTIR (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband