Leita í fréttum mbl.is

Sprengja í Kópavogi

Helsta frétt dagsins í dag var sprengja sem fannst í Fossvogsdal þar sem verið var að grafa fyrir nýju íþróttahúsi HK. Fréttaflutningur af sprengjunni var magnaður upp jafnt og þétt í dag og ég efast ekki um að þetta verður fyrsta frétt í sjónvarpsfréttum kvöldsins. Það er mikil mildi að ekki skuli hafa orðið slys á fólki og miðað við fréttirnar þá brást lögregla og allir þeir sem að málinu komu við á hárréttan hátt. Sprengjan virðist ekki hafa legið djúpt í jörðu, það var því gott að dr. Gunni notaði aðeins venjulega skóflu við fyrstu skóflustunguna að húsinu en ekki gröfu eins og stundum hefur tíðkast.

 


Mynd af vefsvæði Kópavogsbæjar af fyrstu skóflustungunni að íþróttahúsinu við Fagralund.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Hefur engin skýring komið um hverskonar sprengja þetta var og hvaðan þessi sprengja hefur komið. Allt svona á að vera skráð ekki satt?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 21.5.2008 kl. 22:29

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Jú það kom fram að sprengjan mun vera flugvélasprengja úr seinna stríði. Það gengur upp gagnvart fluglínu að Reykjavíkurflugvelli sem mun vera þarna yfir. Neðst í dalnum er/var mikil mýri sem var síðar ræst út og þurrkuð með miklum skurðum svo ef flugvél hefur misst sprengjuna á þennan stað hefur hún fengið mjúka lendingu og sokkið í mýrina!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 21.5.2008 kl. 23:18

3 identicon

Það er eins gott að maðurinn á myndinni stakk skóflunni ekki of djúpt , annars hefði komið hvellur

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband