Leita í fréttum mbl.is

Ósannindi

Fátt fer meira í taugarnar á mér en ósannindi. Það má því ímynda sér hvernig mér líður þegar ósannindin eru sögð aftur og aftur og aftur. Á sunnudag var ég verulega pirruð, íþróttafréttamenn Ríkisútvarpsins fóru þá æ ofan í æ með ósannindi varðandi landsleik í Kórnum þar sem Ísland og Færeyjar mættust í vináttulandsleik.

Í upphafi fréttatímans í útvarpinu var sagt frá sigri Íslands á Færeyjum í fyrsta landsleiknum í knattspyrnu sem fram fer innanhúss. Í íþróttafréttunum sjálfum var þetta síðan endurtekið. Þá var komið að sjónvarpsfréttunum. Aftur var sagt frá því að Ísland hafi leikið fyrsta landsleikinn innanhúss gegn Færeyjum á sunnudag. Og að sjálfsögðu endurtóku íþróttafréttamenn RÚV ósköpin þegar kom að íþróttafréttunum í lok fréttatímans.

Einhvern er sjálfsagt farið að gruna að ég sé ekki alveg sammála þeirri staðhæfingu að leikurinn á sunnudag hafi verið fyrsti landsleikur Íslands innanhúss í knattspyrnu. Mínar upplýsingar eru þær að fyrsti landsleikur Íslands í knattspyrnu innanhúss hafi farið fram þann 10. nóvember 2004. Þá lék Ísland við Noreg um laust sæti á Evrópumótinu 2005 og tapaði nokkuð örugglega 2-7. Þann 21. nóvember 2006 lék Ísland við England í Akraneshöllinni, lekurinn tapaðist 0-4. Tveimur dögum síðar, lék Ísland aftur við England, að þessu sinni í Egilshöll, og aftur mátti Ísland sætta sig við tap,að þessu sinni 0-3.

Á þessari upptalningu má sjá að leikur Ísland og Færeyja á sunnudag var fjórði landsleikur Íslands sem leikinn er innandyra hér á landi og það að mínu viti algjörlega óþolandi að íþróttafréttamenn Ríkisútvarpsins geti ekki haft svo einfalda hluti rétta. Aðrir fjölmiðlar voru með þetta rétt, ef ég hef tekið rétt eftir.

Rétt er að leikur Íslands og Færeyja var fyrsti leikur A-landsliðs karla innanhúss. Fyrsti landsleikurinn sem leikinn var innanhúss hér á landi, í nóvember 2004, var leikur kvennalandsliðsins og er það jafnframt eini leikurinn sem ekki er vináttuleikur. Leikirnir árið 2006 voru vináttuleikir U19 ára stúlknalandsliðsins í undirbúningi liðsins fyrir úrslitakeppni EM sem fram fór hér á landi sl. sumar.

Það er von mín að íþróttafréttamenn RÚV hafi aðeins verið óvandvirkir en ekki sýnt af sér fordóma gagnvart knattspyrnu kvenna með fréttum sínum. Ég vona líka að þeir muni í framtíðinni vanda sig meira við fréttasmíðar sínar en mér finnst ljóst að eftir brotthvarf Samúels Arnar Erlingssonar og Geirs Magnússonar hefur dregið úr vandvirkni á stofnuninni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var ekki fréttin vitlaust orðuð hjá RUV ohf.  Þetta var fyrsti landsleikur sem íslenzka landsliðið "sigrar " innanhúss.  Get alveg skilið að menn koxi á þessu því það er sjaldgæfara að karlalandsliðið vinni leik, en Ásbjörn Morthens segi eitthvað af viti.

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 129460

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband