Leita í fréttum mbl.is

Áfram Ísland

Leiknum lauk 3:0. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fyrsta mark Íslands í leiknum, Rakel Hönnudóttir bætti öðru marki við fyrir leikhlé en það var síðan Guðrún Sóley Gunnarsdóttir sem gulltryggði sigurinn í uppbótartíma.

Leikurinn í dag er mjög mikilvægur fyrir Ísland og íslenska knattspyrnu. Með sigri á Finnum í dag er alveg ljóst að Ísland mun færast enn ofar á styrkleikalista FIFA en þar sitjum við nú í 21. sæti. Það er of neðarlega að mínu mati. Ísland hefur getu til að sigra þjóðir eins og Ástralíu (12), Ítalíu (14), Finnland (16) og þær þjóðir sem koma þar á eftir, Úkraínu, Holland, Tékkland og Spán. Reyndar er staðan á styrkleikalistanum í dag þannig að aðeins munar 15 stigum á Tékklandi sem er í 19. sæti listans og Íslandi í 21. sæti, á milli þeirra er Spánn.

Hver leikur sem íslensku stelpurnar leika skipta miklu máli. Þær keppa nú um að komast í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Finnlandi á næsta ári. Eins og áhugamenn um knattspyrnu vita þá eiga þær góða möguleika á að það takmark náist. Til þess þarf liðið þó öflugan stuðning allra, ekki aðeins KSÍ og félaganna sem sinna stelpunum heldur ALLRA ÍSLENDINGA. Þjóðin sýndi það svo um munaði sl. sumar þegar liðið lék gegn Serbum á Laugardalsvelli að hún stendur að baki stelpunum. Sá stuðningur þarf að halda áfram og nú þurfa allir að senda hlýjar hugsanir til Portúgals þar sem enn er góður klukkutími eftir af leiknum.

Áfram Ísland!


mbl.is Ísland vann Finnland 3:0 í leiknum um 7. sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Áfram Ísland. Áfram Stelpur.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 13.3.2008 kl. 00:34

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég vaknaði upp til að fara á völlinn áfram stelpur berjast.

Helga Kristjánsdóttir, 13.3.2008 kl. 03:24

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Áfam Island,   berjast!ég vaknaði til að fara á völlinn

Helga Kristjánsdóttir, 13.3.2008 kl. 03:25

4 identicon

takk fyrir það :)  Njóttu frænka :)

Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband