Leita í fréttum mbl.is

Umhverfisráð fundar ekki

Umhverfisráð Kópavogs, sem ekki hafði fundað síðan fyrir jól hittist loks sl. mánudag en þá var var lagt fyrir nefndina mál sem þegar hafa verið samþykkt í bæjarráði. Telja má víst að ástæður þess afð fundur í ráðinu var loks haldinn hafi verið ítrekaðar fyrirspurnir bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar um orsakir fundarleysisins. 

Það verður að telja mjög sérkennilegt að á dagskrá fundarins var nýtt skipurit, ný starfslýsing og ný staða sviðsstjóra sem þegar hefur hafið störf og starfslýsing sem þegar hafði verið samþykkt í bæjarráði. Ætla mætti að það væri eðlilegt að umhverfisráð legði mat skipurit nýs sviðs áður en það er lagt fyrir og samþykkt í bæjarráði. Á bæjarstjórnarfundi sem haldinn var í dag var formaður umhverfisráðs, sem sat bæjarstjórnarfundinn, spurð út í það af hverju nefndin hafi ekki verið kölluð saman í þrjá mánuði. Svar hennar kom öllum á óvart: „Þú þarft að spyrja bæjarstjórann að því.“

Hvernig ætli standi á því að formaður umhverfisráðs getur ekki svarað því á bæjarstjórnarfundi af hverju nefndin sem hún er í forsæti fyrir hafi ekki fundað um þriggja mánaða skeið? Af hverju treystir formaðurinn sér ekki til að svara svo einfaldri spurningu? Það læðist að manni sá grunur að einhver maðkur sé í mysunni, það mætti jafnvel halda að ósætti væri innan Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi þar sem bæjarstjórinn hefur deilt og drottnað í nær 20 ár. Af hverju vísar formaðurinn á bæjarstjórann í málinu? Ákveður bæjarstjórinn hvenær það á á halda fundi í umhverfisráði og hvenær ekki?

Oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi hefur sent frá sér grein um málið sem mun birtast í Fréttablaðinu á næstu dögum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Hæ frænka :)

 Já hún er alveg hræðileg og svo ótrúlega veruleikafirrt að maður kann ekki að eiga við hana.

  Já sem þetta lag og texta alveg sjálf :)
 

Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband