Leita í fréttum mbl.is

40 ára afmæli '68 kynslóðarinnar

Dagurinn í dag var sorglegur á margan hátt. Það er með ólíkindum hvernig sumir stjórnmálamenn í borginni brjóta á lýðræðinu og hundsa vilja borgaranna. Fólki er nóg boðið, mótmælin á pöllum ráðhússins sýndu það í dag. Ég ætla mér ekki að mæla því bót að þeir sem þar voru hafi truflað fundinn með háreisti og hrópum. En mér er engu að síður spurn, hvað annað gátu þau gert? Það er ekki eins og núverandi meirihluti borgarstjórnar hafi hlustað á íbúana sem þeir svo virðulega fara að ávarpa „kjósendur“ þegar líður að árinu 2010.

Ég þurfti að rifjað það upp í dag fyrir nokkrum einstaklingum komnum yfir miðjan aldur að þeir tilheyrðu '68 kynslóðinni svokölluðu. Margir þeirra sem hneyksluðust sem mest á frammíköllum og hrópum ungliðanna í dag voru í sömu sporum og þetta unga fólk fyrir nákvæmlega 40 árum síðan. Þá reis ungt fólk um heim allan upp og mótmælti, þá fann ungt fólk ekki annað ráð en það að hrópa, trufla fundi, loka sendiráðum, setjast að í ráðuneytum o.s.frv. Oftar en ekki voru þetta tiltölulega fámennir hópar ungs fólks sem sá sig tilneytt til þess að vekja með þessum hætti athygli á sínum skoðunum, rétti sínum og lýðræðinu.

Við skulum heldur ekki gleyma því að margir af foringjum íslenskra stjórnmálaflokka eru einmitt af þessari svokölluðu '68 kynslóð. Þeir lágu ekki á skoðunum sínum þá frekar en nú, mörg þeirra voru róttæklingar. Það er því betra að tala varlega um það unga fólk sem mótmælti á pöllum ráðhússins í dag. Við getum jafnvel notað gamlan og góðan frasa: „Þeirra tími mun koma!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband