Leita í fréttum mbl.is

Bæjarstjórinn samur við sig

Enn hamast Gunnar Birgisson bæjarstjóri í Kópavogi á þeirri firru að Þór Ásgeirsson, fulltrúi Samfylkingar í skólanefnd bæjarins hafi verið vanhæfur er frændi hans var ráðinn til starfa sem aðstoðarskólastjóri í Smáraskóla.

Að þessu sinni hamast bæjarstjórinn í málgagni sínu í bænum, Vogum. Þar er því slegið upp á baksíðu að Þór Ásgeirsson hafi verið vanhæfur í umræddu máli. Þessu halda bæjarstjórinn og hans fylgissveinar fram gegn betri vitund og gegn úrskurði lögmanns bæjarins sem einmitt taldi að Þór hafi ekki verið vanhæfur í umræddu máli. Um það má lesa í úrskurði lögmannsins, en þar kemur einmitt fram að Þór hafi gert grein fyrir tengslum sínum við umsækjanda um stöðu skólastjóra og síðar aðstoðarskólastjóra Smáraskóla.

Skólanefnd var fullkomlega kunnugt um tengsl Þórs við umsækjandann enda hafði Þór vikið sæti þegar fjallað var um umsókn frænda hans og þegar ráðið var í stöðu skólastjóra. En þegar það var tilkynnt á fundi skólanefndar, fjórum vikum eftir að frændinn hafði tekið við stöðu aðstoðarskólastjóra, og frétt um það hafði birst á heimasíðu bæjarins, þá vék Þór ekki sæti enda ekki um formlega atkvæðagreiðslu að ræða, eingöngu tilkynningu sem ekki var gerð athugasemd við á fundi skólanefndarinnar. Þór Ásgeirsson var ekki vanhæfur í þessum máli. 

Það er ekkert nema ótrúleg hefnigirni bæjarstjórans sem leiðir hann áfram í blindni en forsaga þess er að honum var gert að víkja þegar Kópavogsbær keypti Glaðheimalandið af kaupahéðnum og hestamannafélaginu Gusti. Þar var bæjarstjórinn klárlega vanhæfur enda eiginkona hans eigandi eins húss á svæðinu og honum því gert að víkja sæti. Hann fór þó ekki langt frá málinu, vasaðist í því daglega, þvert gegn stjórnsýslu- og sveitarstjórnarlögum, staðráðinn í að láta ekkert stoppa sig frá því að bjarga kaupahéðnum á svæðinu úr skuldasúpu.

Ávirðingar bæjarstjórans og fylgisveina hans í málgagni Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi dæma sig því sjálf. Þau eru aumkunarvert yfirklór manns með slæma samvisku og ekkert annað!

ps. þar fyrir utan þurfti Þór alls ekki að víkja sæti, skv. Stjórnsýslulögum, enda er skyldleiki hans við umsækjandann ekki það mikill að þess sé krafist í þeim lögum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband