Leita í fréttum mbl.is

Fjölga þarf Evrópuþjóðum á HM

Alls eru 16 þjóðir á HM. Af þeim koma 5 frá Evrópu, 4 frá Ameríku, 3 frá Asíu, 2 frá Eyjaálfu og 2 frá Afríku.  Miðað við frammistöðu liða á heimslista FIFA má segja að Afríka og Eyjaálfa ættu að eiga sinn fulltrúann hvort á HM og Ameríka 3. Það þýddi að 8 þjóðir frá Evrópu kæmust á HM í stað 5 nú.

  • 22 Evrópuþjóðir raðast ofar en Ghana á heimslista FIFA, en Ghana er önnur Afríkuþjóðin á HM
  • 11 Evrópuþjóðir raðast ofar en Argentína á heimslistanum, en Argentína er 4. Ameríkuþjóðin á HM
  • 7 Evrópuþjóðir raðast ofar en bæði Nýja-Sjáland og Nígería en Nýja-Sjáland er önnur þjóð Eyjaálfu og Nígería er önnur tveggja Afríkuþjóða á HM.
  • 3 Evrópuþjóðir raðast ofar en Ástralía en Ástralía er önnur tveggja þjóða Eyjaálfu á HM.

Það er ekki nokkur vafi í mínum huga að lið eins og Frakkland, Ítalía og Rússland, sem raðast nú um stundir efst af þeim liðum sem ekki komust á HM, væru verðugir fulltrúar á HM og þar með yrði komið í veg fyrir stórslys eins og það sem varð þegar Þýskaland gjörsigraði Argentínu 11:0 í opnunarleik keppninnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband