Leita í fréttum mbl.is

Þakkir til RÚV

Oft hef ég og fleiri áhugamenn um knattspyrnu deilt á Ríkisútvarpið fyrir að hafa ekki sinnt kvennaboltanum nægilega vel. Nú bregður svo við að RÚV mun sýna allnokkra leiki frá úrslitakeppni HM sem haldin er í Kína og er það lofsvert framtak hjá þeim. Ekki aðeins vegna þess að þarna gefst knattspyrnuáhugafólki tækifæri til að sjá nokkur af bestu kvennaliðum heims, heldur einnig vegna þess að loksins fá ungar knattspyrnukonur tækifæri til að sjá bestu knattspyrnukonur í heimi og þar með tækifæri til að samsama sig með þeim. Þar með er komin grunnur að fyrirmyndum hjá ungu stúlkunum sem oftar en ekki hafa mátt sætta sig við að líta upp til leikmanna eins og Ronaldo, Zidane, Owen og Beckham vitandi það að þær munu ekki eiga nokkurn möguleika á návígi við þá á knattspyrnuvellinum.

Ungt fólk þarf að eiga tækifæri til á að jafnast á við fyrirmynd sína, markmiðið getur verið óraunsætt en þó mögulegt. Margar af landsliðskonum Íslands hafa leikið gegn evrópskum leikmönnum sem nú etja kappi í Kína. Sem dæmi má nefna leikmenn úr þýska liðinu eins og framherjann Garefrekes, markvörðinn Angerer og varnarmanninn Hingst. Allar hafa þær leikið gegn íslenskum leikmönnum á Norðurlandamótum yngri landsliða.

Þá má ekki gleyma því að mikil og náin samvinna er meðal Norðurlandaþjóðanna í knattspyrnu kvenna og þrjú af fimm liðum Evrópu á mótinu koma úr þeirra hópi, Danir, Norðmenn og Svíar. Fimmta lið Evrópu er England og þar kannast íslenskar knattspyrnukonur á öllum aldri við mörg andlit.

Ég vil hvetja stuðningsmenn íslenskrar kvennaknattspyrnu til að senda kveðju og þakkir á RÚV fyrir framtak þeirra en þar sem margir leikjanna eru á hefðbundnum vinnutíma þá er ekki úr vegi að geta þess að margir leikir eru einnig í beinni útsendingu á netinu í gegnum vefinn www.fifa.com.

ps. staðan í leik Þýskalands og Argentínu er núna 10:0 sem er mesti munur sem orðið hefur á liðum í úrslitakeppni kvenna frá upphafi. Ég tel ekki að það sýni endilega veikleika Argentínska liðins heldur mikið frekar yfirburði Þýskalands (sem ég spái heimsmeistaratitli) og reyndar Evrópu í kvennaknattspyrnunni.


mbl.is Þýskaland með ellefu mörk í opnunarleiknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Magnús Arason

Jú, gott mál að þessir leikir sjáist á Íslandi.  Þetta hjálpar áreiðanlega íslenskri kvennaknattspyrnu þegar fram líða stundir. 

En svona hrikalegt rótburst er nú varla til að auka áhugann.  Jú, Evrópa og Bandaríkin hafa verið sterkust, en Brasilía er einnig með mjög gott lið og Norður-Kórea var ekki langt frá því að komast í 8-liða úrslitin á síðasta HM.  Það skemmir fyrir keppninni í heild sinni ef Þjóðverjar ætla að vera með algjöra yfirburði.  Argentína er víst númer 29 á heimslistanum.  Sýnir bara skort á breidd í kvennafótboltanum enn sem komið er.

Kristján Magnús Arason, 11.9.2007 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 129405

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband