Leita í fréttum mbl.is

Stórkostlegur sigur Íslands

Stelpurnar okkar sönnuðu sig aldeilis í gærkvöldi er þær lögðu franska landsliðið að velli. Ég átti ekki heimangengt á leikinn þar sem ég er stödd í Svíþjóð ásamt U19 ára landsliði Íslands. Við misstum hins vegar ekki af leiknum því við sáum hann í beinni útsendingu á netinu og fögnuðum ógurlega á 81. mínútu þegar Margrét Lára skoraði markið. Eins og margir aðrir þá töldum við jafnvel að boltinn hefði ekki farið inn, enda var hann lengi á leiðinni en inn fór hann og stigin þrjú voru kærkomin á heimavelli. Á morgun leikur U19 ára liðið vináttuleik við Svía. Er það lokaleikur liðsins áður en þær mæta í úrslitakeppni EM sem fram fer á Íslandi í sumar. Vona ég að stelpunum muni ganga allt í haginn á morgun og að leikur A-landsliðins frá í gær muni verða þeim hvatning til stórra verka.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband