Leita í fréttum mbl.is

Vandfenginn er vinur í nauđ

Kćru vinir ég sendi ykkur mínar bestu óskir um gleđilega páskahelgi og von um ađ súkkulađiđ beri ykkur ekki ofurliđi í dag. Ţegar ég opnađi ísskápinn minn eftir morgunsundiđ ţá varđ ég fyrir ţví óhappi ađ páskaeggiđ mitt (sem er nr 2 frá Nóa Síríus) datt í gólfiđ og brotnađi. Ég brosti reyndar ađ ţessu og ţótti ţađ bara ágćtt ađ eggiđ skyldi ţó ekki brotna fyrr en á páskadagsmorgun enda skammt í ađ ţađ hverfi í hyldýpi maga míns, en ţangađ liggur leiđ ţess einmitt um ţćr mundir er ég skrifa ţennan pistil.

Ţó mér ţyki súkkulađi ákaflega gott ţá er ţađ ţrennt sem ţarf ađ vera til stađar ţegar páskaegg er annars vegar. Í fyrsta lagi ţarf ađ vera páskadagur, egg sem nartađ er í fyrir páskadag teljast ekki međ. Í öđru lagi ţarf eggiđ ađ vera í sellófan, egg sem nartađ er í fyrir páskadag og eru í álpappír teljast ekki heldur međ. Og í ţriđja lagi ţá ţarf ađ vera málsháttur í egginu, málshćttir sem laumast úr álpappírseggjum fyrir páskadag teljast sem sagt ekki međ.

Eggiđ mitt, sem datt úr ísskápnum í morgun er, eins og áđur sagđi, egg nr. 2 frá Nóa Síríus og er alveg einstaklega gott á bragđiđ. Páskaunginn varđ frelsinu feginn ţegar ég sturtađi mölbrotnu egginu í skál og málshátturinn var til ykkar kćru vinir:

Vandfenginn er vinur í nauđ.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband