Leita í fréttum mbl.is

Hólmfríður send heim af slysadeild með hættulegan áverka

Eftir ótal komur á slysadeild með slasaða íþróttamenn, sem hafa verið sendir heim með slitin krossbönd og liðbönd, brákuð bein og fleiri „smááverka“ sem áttu að „lagast á nokkrum vikum“ þá verð ég að segja að þarna fóru þeir á slysadeildinni framúr sjálfum sér. Að senda einstakling heim af slysadeildinni með jafn alvarlegan áverka og þarna er um að ræða er náttúrulega ábyrgðarleysi af hæstu gráðu og maður spyr sig hvort það sé allt í lagi á deildinni svona yfirleitt.

Það er von mín að þeir á slysadeildinni lesi þetta því það er greinilegt að þar vantar uppfræðslu. Það dettur í fyrsta lagi engum í hug að koma á slysadeild nema viðkomandi telji að hann sé svo slasaður að það þoli enga bið. Fyrir því eru ástæður sem ég þarf ekki að nefna en bendi þó á aðeins á biðtímann hjá þeim sem oftar en ekki liggur í klukkustundum frekar en mínútum. Það hefur enginn heilbrigður maður áhuga á að bíða þarna frammi í fleiri klukkustundir nema hann telji sig nauðsynlega þurfa þess með.

En það er annað sem rétt er að benda á og það er að íslenskar knattspyrnukonur sem náð hafa þeim árangri að leika með íslenska landsliðinu eru sannkallaðir „naglar“. Þær láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna enda þurfa þær þess í harðri baráttu um boltann inni á vellinum og það eru engar væludúkkur í íslenska landsliðinu. Hólmfríður Magnúsdóttir, sem þarna varð fyrir barðinu á lélegri þjónustu slysadeildar, er einhver sú alharðasta í boltanum og það er meira en 100% öruggt að hún hefur sko ekki nennt að hanga á slysadeildinni ef hún hefur talið að áverki sinn lagaðist af sjálfu sér.

Það er hins vegar lán íslenskrar knattspyrnu að eiga hauk í horni eins og Sveinbjörn Brandsson bæklunarlækni og reyndar nokkra aðra lækna sem hafa gefið mikið af tíma sínum fyrir íslenska knattspyrnu. Þeir vita það frá fyrstu hendi að landsliðskonur Íslands í knattspyrnu eru engir aular eða vælukjóar og þegar þeir fá fréttir af þeim illa höldnum þá vita þeir það strax að þar er eitthvað að.

Ég vona að Fríða jafni sig hratt og vel af meiðslum sínum og óska henni alls hins besta í framtíðinni, innan vallar sem utan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband