Leita í fréttum mbl.is

Að vera eða vera ekki

Í fyrsta sinn frá því að Davíð Oddsson tók við sem ritstjóri Morgunblaðsins hef ég velt því fyrir mér að færa mig af Moggablogginu. Bæði er að mér finnst bloggið hafa lækkað í vægi frá því sem var, þegar því var stillt ofarlega á vefsíðu mbl.is og svo hafa fjölmargir virtir og málefnalegir bloggarar flutt sig annað. Persónulega hef ég ekki verið gefin fyrir það láta segja mér mikið fyrir verkum. Það var því ekki í mínum anda að láta mig hverfa héðan þó skipt væri um ritstjóra á Morgunblaðinu, þó ég ætti vissulega fátt sameiginlegt með þeim ágæta manni.

Nú er hins vegar svo komið að þeir sem hafa verið að tjá sig á bloggsíðunni minni hafa neytt mig til þess að takmarka færslur hér inn og oft hef ég mátt afþakka athugasemdir sem menn hafa sett við færslur mínar. Einkanlega hefur það verið sökum dónaskapar og orðbragðs sem ég vil ekki leyfa á minni síðu.

Enn um sinn ætla ég að halda mínu striki. Það verður áfram bloggað hér um þau málefni sem standa hjarta mínu næst og ég mun halda áfram að segja hér skoðun mína á mönnum og málefnum en ég ítreka að dónaskapur og almenn leiðindi verða ekki heimil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 129405

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband