Leita í fréttum mbl.is

Kópavogur er minn heimabær

Mikið óskaplega þykir mér vænt um bæinn minn Kópavog. Eftir því sem mál verða furðulegri og furðulegri í bæjarpólitíkinni þykir mér bara vænna um bæinn og er enn staðráðnari en áður að búa hér lengi enn.

Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum þeim sem fylgist með fréttum að mikil úlfúð er innan Sjálfstæðisflokksins eftir prófkjör þar um síðustu helgi. Ef allt hefði verið eðlilegt og normal hjá þeim hefðu bláliðar þanið lúðra sína, barið sér á brjóst og sagt að lýðræðið hefði sigrað enda metþátttaka í prófkjöri þeirra. En af því að niðurstaðan varð ekki eins og einn frambjóðendanna vildi sér hann prófkjörinu allt til foráttu, hallmælir þeim sem kusu, mótframbjóðendum sínum og sakar síðan liðsmenn annarra flokka um að hafa áhrif á niðurstöðu prófkjörsins.

Á bæjarstjórnarfundi sem fór fram í dag var nokkur galsi í mannskapnum, það var létt yfir en undir niðri fann maður að spenna var í lofti. „Stóri“ hefur boðað komu sína og það hleypir óneitanlega meiri spennu í bæjarstjórnina. Reyndar var heldur rólegt yfir þeim bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem mun víkja fyrir „stóra“ því hún dólaði sér bara á Facebook og lét lítið fyrir sér fara.

Oddviti stuðningsflokks „stóra“ var líka rólegur, enda nýbúinn að slá í gegn með því að upplýsa um fimm einstaklinga sem eru á skrá í stuðningsflokknum þrátt fyrir að vera með „stóra“ í liði. Hann var sennilega ekki búinn að fá póstinn frá framkvæmdastjóra stuðningsflokksins um að e.t.v. hefði hann brotið persónuverndarlög með uppljóstrun sinni. (minnir mig á það að fara í rannsóknarvinnu við að athuga hver er refsingin við því að brjóta þau lög!).

Um næstu helgi eru tvö prófkjör og það fór ekki á milli mála að oddviti VG er í framboði, hann fór mikinn á fundinum, talaði landsföðurlega við kollega sína og kom nokkrum góðum málum áleiðis.

En einn var sá fulltrúi í bæjarstjórn sem var léttara yfir en öðrum. Það var nýlegur sigurvegari, forseti bæjarstjórnar, sem brosti bara þó samþykkt hefði verið að tvöfalda Suðurlandsveg. Já, sumt hættir ekki að koma manni á óvart.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband