Leita í fréttum mbl.is

Aumur Sjálfstæðisflokkur í felum með fjármálin II

Það er aumt ástandið hjá Sjálfstæðisflokknum sem getur ekki skilað ársreikningum fyrir árið 2008 til Ríkisendurskoðunar eins og stjórnmálaflokknum ber. Að sögn framkvæmdstjóraflokksins þá tefst verkið vegna þess hve umfangsmikið það er. Þetta er kunnugleg afsökun hjá honum því hann notaði hana líka þegar hann var spurður afhverju ekkert af þeim fyrirtækjum sem styrktu Valhöll um 330 milljónir árin

2002-2006 hefðu verið nafngreind og afhverju var ekki gert grein fyrir styrkjum til allra aðildarfélaga flokksins á tímabilinu.

Minna má í því sambandi að nú starfa 15 manns í Valhöll en ekki tekst þeim að ganga frá reikningum sínum.  Ætli fjármálin þoli ekki dagsljósið?

Endurtekið efni frá 3. febrúar, þar sem enn hafa íhaldsmenn ekki opinberað fjármál sín!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Skyldu þeir hafa eitthvað að fela ?

Manni finnst það augljós ástæða.

Anna Einarsdóttir, 12.2.2010 kl. 14:14

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það virðist ekki skifta íslendinginn miklu máli þó sjálfstæðismenn geti ekki gert grein fyrir fjármálum sínum. Þó að formaður flokksins sé einsog leppur hagsmunasamtaka útí í bæ. Þó að FLokkurinn hafi enga framtíðarsýn aðra en að komast aftur til valda við tækifæri. Kjósendur sjálfstæðisflokksins hafa alltaf vitað að hann sé spilltur og að í því hljóti að felast tækifæri.....

Gísli Ingvarsson, 12.2.2010 kl. 14:29

3 Smámynd: Brattur

Ég held þeir birti þetta aldrei... ætli þeir kveiki ekki bara í Valhöll með öllum leyndarmálunum... fái svo bætur úr tryggingunum og byggi nýja Valhöll... og segja svo... úpps það brann allt... við sem vorum alveg að fara að opinbera bókhaldið...

Brattur, 12.2.2010 kl. 19:27

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ingibjörg við kjósendur í Kópavogi erum enn að bíða eftir uppgjörinu sem þú lofaðir hér á blogginu. Varðandi framgang Jóns Júlíussonar í málefnum Kórsins, varðandi fjármálastjórn skólastjórans í Salaskólanum og vanhæfi hans sem bæfjarfulltrúa, um setu Flosa Eiríkssonar í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar og áframhaldandi setu hans þar eftir að framganga stjórnar sætti opinberri rannsókn og síðan en ekki síst raunverulegri ástæðu þess að oddviti Samfylkingarinnar lagði til að árshátíð starfsmanna Kópavogsbæjar var lögð niður.

Skora á þig að hysja upp um ykkur buxurnar og gera hreint fyrir ykkar dyrum. Vel á minnst það voru víst 0,08% Kópavogsbúa sem tók þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar. Það dugar til þess að geta stjórnað því hverjir eru í hvaða sæti, og hverja þarf að losa sig við.

Sigurður Þorsteinsson, 12.2.2010 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband