Leita í fréttum mbl.is

Tökum þátt í vali á frambjóðendum Samfylkingarinnar

 

Samfylkingin býr sig nú af krafti undir sveitarstjórnarkosningarnar laugardaginn 29. maí næstkomandi. Sveitarstjórnarmálin verðskulda miklu meiri athygli í fjölmiðlum en þau hafa verulega pólitíska þýðingu, bæði fyrir landið og flokkinn. Sveitarfélögin stjórna þeim málaflokkum sem skipta fjölskyldurnar hvað mestu máli og í ráði er að fela þeim enn stærri verkefni. Fjárhagur þeirra og afkoma skiptir einnig miklu máli fyrir heildarhag þjóðarbúsins. Ríkisstjórn mín hefur lagt kapp á að efna til meira og betra samstarfs við sveitarfélögin í landinu en áður hefur tíðkast og vinna í samvinnu við þau sóknaráætlun fyrir landið um leið og leitast verður við að finna þeim styrkari fjárhagsgrundvöll og styrkja skipulag þeirra og svæðasamvinnu. Ríki og sveitarfélög verða að vinna saman ef við ætlum að ná tökum á rekstri þjóðarbúsins og sækja fram til aukinnar velsældar og velferðar á ný.

Kosið á sex stöðum
Um helgina verður valið á lista Samfylkingarinnar í sex sveitarfélögum, Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Akureyri,Mosfellsbæ og Hafnarfirði. Samtals er um að ræða 78 frambjóðendur, 43 karlar og 35 konur. Samfylkingin hefur verið í fararbroddi í jafnræði milli kynja á framboðslistum og ég treysti því að enda þótt færri konur séu framboði en karlar þá halli ekki á konurnar þegar upp er staðið. Ríkisstjórnin hefur gert sitt í þessum efnum með því að efna til sérstaks átaks þar sem konur eru hvattar til þess að gefa kost á sér á lista í sveitarstjórnarkosningum og stefna hátt. Í þeirri endurreisn og uppgjöri sem nú stendur þurfum við á konum að halda í forystunni.

Nýjungar í boði
Á hverjum stað ræður flokksfélagið aðferðinni við að velja á lista og ég fagna því að farnar eru nýjar leiðir sums staðar. Það er engin ein aðferð sú eina rétta og því er fjölbreytni sem gefur nýja reynslu af hinu góða. Þannig er til að mynda í fyrsta sinn forvalsfundur hjá Samfylkingunni í Kópavogi og kosið um hvert og eitt hinna sex efstu sæta. Í fyrsta sinn verður nú boðinn fram hreinn Samfylkingarlisti á Seltjarnarnesi og þar verður viðhaft forval við val í efstu sætin. Sem fyrr er Samfylkingin eini flokkurinn sem heldur netprófkjör eins og gert var í í öllum kjördæmum fyrir síðustu alþingiskosningar. Í tveimur af bæjarfélögunum sex verður netprófkjör og framkvæmd þess gefur okkur dýrmæta reynslu inn í framtíðina.

Traust jarðsamband
Ég fagna því einnig að allstaðar þar sem Samfylkingin býður fram er myndarlega staðið að málum, gefin út kynningarblöð og haldnir sameiginlegir kynningarfundir frambjóðenda. Það er enginn viðvaningsbragur á undirbúningi og það sýnir að flokksstarfið er í traustum og öruggum höndum. Framboð til sveitarstjórnarkosninga eru Samfylkinginni sérstaklega mikilvæg og þaðan hefur flokkurinn sótt marga öfluga forystumenn. Það er m.a. skýringin á því að á vettvangi Samfylkingarinnar er öflug forystusveit sem hefur hlotið þjálfun og eldskírn í félags- og stjórnmálastarfi með fólkinu í landinu. Þetta er okkar trausta jarðsamband sem hefur gefið Samfylkingunni sjálfsöryggi og festu til þess að láta að sér kveða svo um munar í íslenskum stjórnmálum.

Góðir félagar, tökum þátt í vali á frambjóðendum okkar um helgina og sækjum fram til sigurs undir merkjum Samfylkingarinnar í vor.

Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband